Mánudagshugleiðsla
Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Hádegishugleiðsla
Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Námskeiðið er í fjögur skipti á fimmtudögum, kl. 18:00-19:00; 4., 11., 18. og 25. september.
Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Skráning
Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina
Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 09:30-09:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom hlekkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti
Mánudagshugleiðsla
Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Hádegishugleiðsla
Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina
Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 09:30-09:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom hlekkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti
Taking Power from the Source
Gestakennari: Dorte Haun Nielsen
Athugið að námskeiðið fer fram á ensku
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Um námskeiðið
Underlying almost any kind of challenge in life is the need for true spiritual power. This talk explores why and how to actually access that current of light energy, and what to use it for. We will redefine the Divine and explore how to bypass old religious patterns that may stand in our way of a real connection to that source.
Um gestakennarann
Dorte hefur stundað Raja Yoga hugleiðslu síðan 2005 og vinnur sem félagsráðgjafi í Árósum, Danmörku. Hún tekur virkan þátt í því að leiða og móta starfsemi Brahma Kumaris hugleiðslumiðstöðvanna í Danmörku og Noregi og hefur haldið fjölmörg námskeið og vinnustofur um hugleiðslu og ýmis konar sjálfstyrkingu. Hún kemur auk þess að skipulagningu á ýmsum alþjóðlegum verkefnum Brahma Kumaris, s.s. Call of the Time Dialogoues fyrir leiðtoga. Nálgun Dorte einkennist af hlýju og skilningi en hún er einnig jarðbundin og raunsæ og húmorinn er aldrei langt undan.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en skráning er nauðsynleg og fer fram hér:
Skráning
Raja Yoga framhald
Námskeiðið er í fjögur skipti á fimmtudögum kl. 19:30-20:45; 2., 9., 16. og 23. október 2025.
Raja Yoga er einföld en afar áhrifarík hugleiðsluaðferð sem allir geta lært að tileinka sér og getur Raja Yoga hugmyndafræðin gjörbreytt upplifun okkar á sjálfum okkur og lífinu til hins betra.
Á framhaldsnámskeiðinu í Raja Yoga verður fjallað um átta styrki sálarinnar og karmalögmálið auk þess sem undirstöðuatriði Raja Yoga hugleiðslunnar verða dýpkuð. Þátttakendur frá heimaverkefni eftir hvern tíma og lögð verður áhersla á sálarvitundariðkun í daglegu lífi.
Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga.
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Skráning
Meistari í eigin lífi
Námskeiðið verður þrjú skipti á fimmtudögum kl. 19:30-20:45; 6., 13., og 20. nóvember 2025
Leiðbeinandi: Stefanía Ólafsdóttir
Andleg vegferð er gefandi nám þar sem við lærum um okkur sjálf, lífið og tilveruna í þeim tilgangi að vaxa sem manneskjur. Í andlega náminu eru prófin ekki lögð fyrir okkur innan veggja skólastofunnar heldur birtast þau í áskorunum daglegs lífs, oft óvænt og óumbeðin. Ef hægt væri að öðlast meistaragráðu í skóla lífsins, fælist hún kannski í því að geta lifað lífinu út frá þeim innri styrk sem kemur með aukinni sjálfsþekkingu og djúpum kærleik til okkar sjálfra og annarra.
Á þessu námskeiði verður kafað á dýptina í umfjöllun um ýmsa eiginleika sálarinnar, bæði styrleikana en einnig það sem dregur okkur niður. Við munum m.a. skoða egóið, reiðina og tilfinningalegar bindingar og leiðir til að umbreyta þessum þáttum í lífi okkar. Við munum einnig markvisst hlúa að styrkleikum sálarinnar til að geta blómstrað sem manneskjur.
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Aðgangur ókeyps og allir velkomnir sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga.