Námskeið/skráning

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.

Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.

Zoom leiðbeiningar

Hér eru leiðbeiningar til að tengjast við beinar útsendingar frá Lótushúsi:
http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Athugið að á námskeiðum þar sem skráning er nauðsynleg fá þátttakendur senda aðra slóð en þá sem er í þessum leiðbeiningum.

Frjáls framlög

Starfsemi Lótushúss er rekin fyrir frjáls framlög og geta þátttakendur stutt starfið með því að setja sitt framlag í box í forstofunni eða leggja inn á eftirfarandi bankareikning:
Brahma Kumaris andleg fræðslumiðstöð
Kt: 460804-2720
Rnr: 0130-26-8882

Reglubundnir opnir hugleiðslutímar

Í LÓTUSHÚSI Á GARÐATORGI:
Mánudagar kl. 19:30-20:15 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu.

Fimmtudagar kl. 12:10-12:40 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu. 

Kvöldhugleiðslur í beinni útsendingu á Zoom

Miðvikudagar kl. 19:30-20:00
Leiðbeiningar til að tengjast hér: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/

Þessar hugleiðslustundir verða vikulega á sama tíma og í hverjum mánuði munum við taka fyrir ákveðið þema sem við leggjum áherslu á. Þema septembermánaðar er FRIÐUR.

Allt áhugafólk um hugleiðslu hjartanlega velkomið, jafnt byrjendur sem lengra komnir.Listin að lifa - Frelsi frá fíkn

Tíminn er hluti af námskeiðaröðinni Listin að lifa“ 
Leiðbeinandi:  Elín Alfreðsdóttir

Fjallað verður um hinar ýmsu birtingamyndir fíknar, hvað liggur að baki þeim og hvaða leiðir við höfum til að vinna bug á þeim.

Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Raja Yoga framhald

Raja Yoga er einföld en afar áhrifarík hugleiðsluaðferð sem allir geta lært að tileinka sér og getur Raja Yoga hugmyndafræðin gjörbreytt upplifun okkar á sjálfum okkur og lífinu til hins betra.

Á framhaldsnámskeiðinu í Raja Yoga verður fjallað um átta styrki sálarinnar og karmalögmálið auk þess sem undirstöðuatriði Raja Yoga hugleiðslunnar verða dýpkuð. Þátttakendur frá heimaverkefni eftir hvern tíma og lögð verður áhersla á sálarvitundariðkun í daglegu lífi.

Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga.

Námskeiðið er fjögur skipti á þriðjudögum kl. 18:00-19:00; 5., 12., 19. og 26 október.

Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Að námskeiðinu loknu býðst þátttakendum að mæta í opnu hugleiðslutímana á mánudögum og fimmtudögum. 

Námskeiðið er fjögur skipti á fimmtudögum kl. 19:30-20:30; 7., 14., 21. og 28. október.

Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar

Skráning

Listin að lifa - Hugsun skapar innri veruleika

Tíminn er hluti af námskeiðaröðinni Listin að lifa“ 
Leiðbeinandi:  Elínbet Rögnvaldsdóttir

Á þessu námskeiði skoðum við hvernig við getum nýtt hugann til að leiða okkur inn í vellíðan. Skoðum hvernig hver hugsun skiptir máli og gerum stuttar æfingar þar sem við leiðum okkur sjálf frá hugsun inní upplifun. Uppgötvum kraft hugsana og hvernig hver einasta hugsun er skapandi.

Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Að námskeiðinu loknu býðst þátttakendum að mæta í opnu hugleiðslutímana á mánudögum og fimmtudögum. 

Námskeiðið er fjögur skipti á þriðjudögum kl. 18:00-19:00 ; 2., 9., 16. og 23. nóvember

Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning