Námskeið/skráning

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.

Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.

Opnir hugleiðslutímar

Staðsetning: Lótushús á Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Mánudagar kl. 19:30-20:15 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu
Þriðjudagar kl. 19:30-20:15 – 11. spors hugleiðsla – Allir velkomnir
Fimmtudagar kl. 12:10-12:40 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu
Föstudagar kl. 18:00-18:45 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinuLISTIN AÐ LIFA - Hvað ertu að hugsa?

Tíminn er hluti af námskeiðaröðinni Listin að lifa“ 

Leiðbeinendur: Elínbet Rögnvaldsdóttir og Gná Guðjónsdóttir

Á þessu námskeiði leitum við leiða til að kynnast okkar eigin huga og hvernig má virkja sköpunarkraft hans til umbreytinga.

Í daglegu lífi verðum við stöðugt fyrir áhrifum af fólki og aðstæðum í umhverfi okkar og bregðumst jafnvel við á hátt sem við ekki viljum.  Hvernig væri að rjúfa það mynstur?

Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið talin ein áhrifaríkasta aðferðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Í heimi sívaxandi hraða og streitu getur hugleiðsluiðkun skipt sköpum fyrir líðan einstaklingsins og árangur í lífi og starfi.

Hér er fjallað um undirstöðuatriði Raja Yoga hugleiðslu, sem er einföld en áhrifarík aðferð og allir geta lært að tileinka sér. Hugleiðslan byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi, hjálpar okkur að virkja þann styrk sem innra með okkur býr og tengjast Uppsprettunni.

Lögð er áhersla á notagildi hugleiðslunnar í daglegu lífi og kenndar einfaldar æfingar sem krefjast ekki mikils tíma en geta gjörbreytt upplifun okkar á eigin sjálfi og lífinu.

Námskeiðið er fjögur skipti á þriðjudögum kl. 18:00-19:00; 3., 10., 17. og 24. mars.
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

LISTIN AÐ LIFA - Máttur fyrirgefningar

Tíminn er hluti af námskeiðaröðinni „Listin að lifa“

Leiðbeinandi: Herdís Jónasdóttir

Máttur fyrirgefningar á leið einstaklings að innri friði og aukinni vellíðan er mikill. Til þess þarf hann að vera nýttur með ákveðnum skilningi og tilgangi. Þá næst að losa um og sleppa fortíðarfjötrum, erfiðum hugsunum, tilfinningum og reynslum og skapa þannig rými fyrir ný hugsanamynstur og líðan.

Á námskeiðinu verður fjallað um mátt fyrirgefningar frá mismunandi hliðum, þær forsendur sem þarf til að virkja þennan mátt og kynnt leið til að nýta hann.

Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar

Skráning

Hreinsun hjartans

Leiðbeinandi: Þórir Barðdal

Öll sú reynsla sem við göngum í gegnum í lífinu hefur áhrif á okkur og markar spor í sálina. Hugsanir okkar og viðhorf á líðandi stund litast því af fortíðarreynslu sem getur haft hamlandi áhrif á lífskraft okkar og hamingju í dag. Á námskeiðinu verða þátttakendur leiddir í gegnum einfaldar en áhrifaríkar aðferðir til að hreinsa sálarhjartað af fortíðarsársauka og þyngslum til að sanna sjálfið fái að skína óhindrað. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga hugleiðslu.
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið - Garðatorgi

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.

Raja Yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og eiginleikum. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er fjögur skipti á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00 - 19:00; 23., 26. og 30. mars og 2. apríl 2020.
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

LISTIN AÐ LIFA - Að lifa í léttleika

Tíminn er hluti af námskeiðaröðinni „Listin að lifa“

Leiðbeinandi: Stefanía Ólafsdóttir

Á námskeiðinu verður fjallað um leiðir til að takast á við andlega þreytu, streitu og kvíða. Í því samhengi verður fjallað um mismunandi hliðar tímans, hvernig við getum hætt að vera þrælar hans og lært að upplifa tímann á alveg nýjan hátt. Leiddar verða einfaldar æfingar sem hjálpa þátttakendum að leysa upp innri þyngsli og stíga inní léttleika og frelsi.  

Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs. Að námskeiðinu loknu býðst þátttakendum að mæta í opnu hugleiðslutímana á mánudögum og fimmtudögum. 

Námskeiðið er fjögur skipti á þriðjudögum kl. 18:00-19:00;   14., 21., 28. apríl og 5. maí. 


Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning