Námskeið/skráning

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.

Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.

Opnir hugleiðslutímar

Athugið! Meðan á samkomubanni stendur vegna COVID-19 verða allir tímar í Lótushúsi felldir niður. Hins vegar verður boðið upp á hugleiðslutíma og námskeið í beinni útsendingu.
Sjá nánari upplýsingar í dagskránni hér neðar á síðunni.

Staðsetning: Lótushús á Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Mánudagar kl. 19:30-20:15 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu
Þriðjudagar kl. 19:30-20:15 – 11. spors hugleiðsla – Allir velkomnir
Fimmtudagar kl. 12:10-12:40 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinuMorgunhugleiðsla í beinni útsendingu

Sjaldan hefur hugleiðsla átt meira erindi í samfélaginu en einmitt núna. Hugleiðslan hjálpar okkur að hvíla hugann frá ytra áreiti og næra friðinn og kyrrðina innra með okkur.

Til að koma til móts við hugleiðsluáhugafólk á meðan á samkomubanninu stendur munum við bjóða upp á leidda hugleiðslu í beinni útsendingu á mánudögum kl. 19:30, fimmtudögum kl. 12:10 og laugardagsmorgnum kl. 9:00. Hver hugleiðslustund er u.þ.b. 20 mínútna löng.

Öllum er velkomið að hlusta og ekki þarf að skrá sig fyrirfram.

Smellið hér fyrir leiðbeiningar

Hugleiðsla í beinni útsendingu

Sjaldan hefur hugleiðsla átt meira erindi í samfélaginu en einmitt núna. Hugleiðslan hjálpar okkur að hvíla hugann frá ytra áreiti og næra friðinn og kyrrðina innra með okkur.

Til að koma til móts við hugleiðsluáhugafólk á meðan á samkomubanninu stendur munum við bjóða upp á leidda hugleiðslu í beinni útsendingu á mánudögum kl. 19:30, fimmtudögum kl. 19:30 og laugardagsmorgnum kl. 9:00. Hver hugleiðslustund er u.þ.b. 20 mínútna löng.

Öllum er velkomið að hlusta og ekki þarf að skrá sig fyrirfram.

Smellið hér fyrir leiðbeiningar

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið - FJARNÁMSKEIÐ

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs. Að námskeiðinu loknu býðst þátttakendum að mæta í opnu hugleiðslutímana á mánudögum og fimmtudögum. 

Námskeiðið er fjögur skipti á þriðjudögum kl. 18:00-18:40;   14., 21., 28. apríl og 5. maí. 

Námskeiðið fer fram í fjarkennslu og verður samskiptaforritið Zoom notað fyrir útsendingar. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram og fá þátttakendur senda slóð til að tengjast við útsendinguna.

Skráning

Leiðtogi í eigin lífi - FJARNÁMSKEIÐ - 4. tími

Námskeiðið „Leiðtogi í eigin lífi verður haldið í beinni útsendingu þriðjudagana 24. og 31. mars og 7. og 14. apríl kl. 19:30-20:15. 

Leiðbeinendur: Þórir Barðdal og Stefanía Ólafsdóttir

Hér má nálgast upptöku og heimaverkefni úr fyrstu þremur tímunum: http://lotushus.is/leidtogi-i-eigin-lifi/

Viðburðurinn á Facebook:https://www.facebook.com/events/263790027974071/

Andlegur styrkur er eitt af því mikilvægasta sem við getum tileinkað okkur í lífinu og birtist hann í ótal myndum. Andlega sterkur einstaklingur býr yfir staðfestu en jafnframt mýkt, hefur getu til að vera gefandi í öllum aðstæðum, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum, býr yfir umburðarlyndi og þrautseigju, hefur skýra dómgreind og er í góðum tengslum við innsæi sitt.

Andlega sterkur einstaklingur er leiðtogi í eigin lífi og í stað þess að taka inn neikvæð umhverfisáhrif hefur hann jákvæð áhrif á eigið líf og samfélagið í kringum sig.
 
Á námskeiðinu verða teknir fyrir fjórir mismunandi styrkir mannssálarinnar í gegnum umfjöllun, hugleiðslu og ýmsar gagnlegar æfingar:
Styrkurinn til að endurhlaða eigið sjálf
Styrkur umburðarlyndis
Styrkur dómgreindar
Styrkur hreinna tilfinninga
 
Þátttakendur fá einnig æfingar til að iðka í daglegu lífi á milli tímanna og miða þær að því að byggja upp andlegan styrk til að geta tekist á við fjölbreyttar áskoranir lífsins.

Engin skráning er á námskeiðið og er öllum frjálst að taka þátt. 

Hér eru leiðbeiningar til að tengjast inn á útsendinguna: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/

 

Hádegishugleiðsla í beinni útsendingu

Sjaldan hefur hugleiðsla átt meira erindi í samfélaginu en einmitt núna. Hugleiðslan hjálpar okkur að hvíla hugann frá ytra áreiti og næra friðinn og kyrrðina innra með okkur.

Til að koma til móts við hugleiðsluáhugafólk á meðan á samkomubanninu stendur munum við bjóða upp á leidda hugleiðslu í beinni útsendingu á mánudögum kl. 19:30, fimmtudögum kl. 12:10 og laugardagsmorgnum kl. 9:00. Hver hugleiðslustund er u.þ.b. 20 mínútna löng.

Öllum er velkomið að hlusta og ekki þarf að skrá sig fyrirfram.

Smellið hér fyrir leiðbeiningar

Morgunhugleiðsla í beinni útsendingu

Sjaldan hefur hugleiðsla átt meira erindi í samfélaginu en einmitt núna. Hugleiðslan hjálpar okkur að hvíla hugann frá ytra áreiti og næra friðinn og kyrrðina innra með okkur.

Til að koma til móts við hugleiðsluáhugafólk á meðan á samkomubanninu stendur munum við bjóða upp á leidda hugleiðslu í beinni útsendingu á mánudögum kl. 19:30, fimmtudögum kl. 12:10 og laugardagsmorgnum kl. 9:00. Hver hugleiðslustund er u.þ.b. 20 mínútna löng.

Öllum er velkomið að hlusta og ekki þarf að skrá sig fyrirfram.

Smellið hér fyrir leiðbeiningar