Námskeið/skráning

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.

Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.

Zoom leiðbeiningar

Hér eru leiðbeiningar til að tengjast við beinar útsendingar frá Lótushúsi:
http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Athugið að á námskeiðum þar sem skráning er nauðsynleg fá þátttakendur senda aðra slóð en þá sem er í þessum leiðbeiningum.

Frjáls framlög

Starfsemi Lótushúss er rekin fyrir frjáls framlög og geta þátttakendur stutt starfið með því að setja sitt framlag í box í forstofunni eða leggja inn á eftirfarandi bankareikning:
Brahma Kumaris andleg fræðslumiðstöð
Kt: 460804-2720
Rnr: 0130-26-8882

Opnir hugleiðslutímar

Staðsetning: Lótushús á Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Mánudagar kl. 19:30-20:15 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu
Fimmtudagar kl. 12:10-12:40 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu

Hugleiðsla í beinni útsendingu á Zoom

Laugardagar kl. 9:00-9:20 – Öllum velkomið að hlusta.
Leiðbeiningar til að tengjast hér: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið - Garðatorgi

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.


Raja Yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og eiginleikum. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

 

Námskeiðið er fjögur skipti á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00 - 19:00; 6., 9., 13. og 16. júlí.
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Sálarvitundarganga

Í sumar mun Lótushús bjóða upp á hugleiðslugöngferðir. Gengið verður í þögn og hugleitt á ákveðin þemu og munu þátttakendur fá leiðbeiningar og punkta til að styðjast við á staðnum. Hver gönguferð er u.þ.b. 45-60 mín. löng og biðjum við fólk að klæða sig eftir veðri og koma í góðum skóm, en gönguferðirnar verða auðveldar og ættu að henta flestum.

Gengið verður í Urriðaholti þrjá miðvikudaga kl. 17:30-18:30.

10. júní - HUGREKKI
8. júlí - SÁTT 
12. ágúst. - TRAUST

Hittumst hjá húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands við Urriðaholtsstræti 6-10, 210 Garðabæ

Allir velkomnir og skráning óþörf.

Fínlegar hliðar heiðarleikans

  Leiðbeinandi: Steinunn Magnúsdóttir

Þegar fólk er spurt hvaða eiginleiki því finnst mikilvægastur í fari annarra er svarið oft heiðarleiki. Heiðarleiki getur birst í ótal myndum og á námskeiðinu verður þessi eiginleiki settur undir smásjána.

Hvað þarf ég til að vera heiðarleg/ur? Hvernig get ég verið heiðarlegri við sjálfa/n mig? Hvað kemur í veg fyrir heiðarleika? Hvernig hjálpar heiðarleiki mér að vaxa? 

Steinunn er búsett í Bologna á Ítalíu þar sem hún hjálpar til við að halda utan um starf Brahma Kumaris hugleiðslumiðstöðvarinnar þar í borg. Hún hefur iðkað Raja Yoga hugleiðslu í 14 ár og tileinkað líf sitt andlegum lífstíl og hugleiðslu.

  Athugið að skráning er nauðsynleg og fer fram hér:

Skráning

Sálarvitundarganga

Í sumar mun Lótushús bjóða upp á hugleiðslugöngferðir. Gengið verður í þögn og hugleitt á ákveðin þemu og munu þátttakendur fá leiðbeiningar og punkta til að styðjast við á staðnum. Hver gönguferð er u.þ.b. 45-60 mín. löng og biðjum við fólk að klæða sig eftir veðri og koma í góðum skóm, en gönguferðirnar verða auðveldar og ættu að henta flestum.

Gengið verður í Urriðaholti þrjá miðvikudaga kl. 17:30-18:30.

10. júní - HUGREKKI
8. júlí - SÁTT 
12. ágúst. - TRAUST

Hittumst hjá húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands við Urriðaholtsstræti 6-10, 210 Garðabæ

Allir velkomnir og skráning óþörf.