Námskeið/skráning

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.

Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.

Zoom leiðbeiningar

Hér eru leiðbeiningar til að tengjast við beinar útsendingar frá Lótushúsi:
http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Athugið að á námskeiðum þar sem skráning er nauðsynleg fá þátttakendur senda aðra slóð en þá sem er í þessum leiðbeiningum.

Frjáls framlög

Starfsemi Lótushúss er rekin fyrir frjáls framlög og geta þátttakendur stutt starfið með því að setja sitt framlag í box í forstofunni eða leggja inn á eftirfarandi bankareikning:
Brahma Kumaris andleg fræðslumiðstöð
Kt: 460804-2720
Rnr: 0130-26-8882

Reglubundnir opnir hugleiðslutímar

Í LÓTUSHÚSI Á GARÐATORGI:
Mánudagar kl. 19:30-20:15 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu.

Fimmtudagar kl. 12:10-12:40 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu. 

……….
Í BEINNI ÚTSENDINGU Á ZOOM:
Miðvikudagar kl. 19:30-19:50 – Allir velkomnir!

Morguntöfrar – hugleiðsla og innblástur fyrir vikuna í beinni útsendingu á Zoom

Þriðjudagar kl. 7:00-7:20 – Öllum velkomið að hlusta.
Leiðbeiningar til að tengjast hér: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/

Morguninn er uppáhalds tími margra hugleiðeiðsluiðkenda. Þá er orka heimsins ferskust og kyrrust og þegar við hefjum daginn á hugleiðslu gefur það tóninn fyrir allan daginn. Auk þess að hugleiða saman munum við í morgunstundunum setja okkur markmið fyrir daginn og vikuna.Að vera trúr sér

Erindið fer fram í beinni útsendingu á Zoom þriðjudaginn 15. júní kl. 19:30-20:20.
Leiðbeinandi: Stefanía Ólafsdóttir

Ertu óhrædd/ur við að vera trú/r þér óháð áliti og skoðunum annarra? Eða ertu stöðugt að reyna að passa inn í "normið", þóknast til að mæta væntingum annarra eða til að fá viðurkenningu? Við heyrum oft talað um mikilvægi þess að standa með sjálfum/sjálfri sér og að það sé leið að meiri hamingju og því að geta raunverulega haft jákvæð áhrif. En hvernig veit ég hver ég er og hvað ég vil raunverulega standa fyrir? Og getur verið að ef ég stend með mér, þá geti það birst sem eigingirni?

Zoom hlekkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni(Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: lotushus20

Allir hjartanlega velkomnir og skráning er óþörf.

LISTIN AÐ LIFA - Vær svefn

Tíminn er hluti af námskeiðaröðinni Listin að lifa og fer fram fimmtudaginn 24. júní kl. 19:30-20:45 í Lótushúsi á Garðatorgi.

  Leiðbeinandi: Herdís Jónasdóttir

Ýmsar svefntruflanir og erfiðleikar með svefn eru algeng vandamál og eflaust höfum við flest upplifað slíka líðan á einhverjum tímapunkti. 

Í þessu erindi verður tekið á þessu á heildrænan hátt, því mikilvægt er að hlúa bæði að líkama og sál til að stuðla að værum og innihaldsríkum svefni. Farið verður yfir ýmsar ástæður fyrir svefntruflunum og erfiðleikum með svefn og hvað ég get gert sjálf(ur) til að losa mig úr þeim fjötrum og endurheimt aftur væran svefn inn í líf mitt. 
 
Gott er að þátttakendur taki með sér blað og skriffæri. 
 
Allir hjartanlega velkomnir en skráning er nauðsynleg og fer fram hér: 

  

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.

Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs. 

  

Námskeiðið er fjögur skipti á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00-19:00;  5., 8., 12. og 15. júlí.

Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar

Skráning

LISTIN AÐ LIFA:

Tíminn er hluti af námskeiðaröðinni Listin að lifa“ 
Leiðbeinandi: María Rögnvaldsdóttir

 

Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið-fjarnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.

Raja Yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og eiginleikum. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs. 

Námskeiðið er fjögur skipti á þriðjudögum kl. 18:00-19:00; 10., 17., 24. og 31. ágúst

Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

 

Skráning