Dagskrá/skráning 2018-04-04T21:05:33+00:00

Námskeið/skráning

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.

Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.

Opnir hugleiðslutímar

Athugið að tímarnir eru ætlaðir þeim sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu.

Lótushús á Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar:
Mánudagar kl. 19:30-20:15 og fimmtudagar kl. 12:10-12:40.Máttur góðra óska

Máttur hugans virkjaður markvisst til að heila og upplyfta eigin sjálfi, öðrum og náttúrunni.

Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Allir velkomnir sem hafa komið á Raja Yoga námskeiðið.

Skráning óþörf

Aðventuhugleiðslur

Boðið verður verður upp á leiddar hugleiðslur aðventusunnudagana fjóra í Lótushúsi á Garðatorgi. Hugleiðslurnar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja gefa sér stund til að staldra við í því amstri sem stundum fylgir jólamánuðinum. Saman munum við að skapa friðsælt andrúmsloft og hlúa að innri friði og kærleika.

 

Hugeiðslurnar verða sunnudagana 1., 8., 15. og 22. desember; klukkan 11:00-11:30.

Allir velkomnir og skráning óþörf.

Máttur góðra óska

Máttur hugans virkjaður markvisst til að heila og upplyfta eigin sjálfi, öðrum og náttúrunni.

Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Allir velkomnir sem hafa komið á Raja Yoga námskeiðið.

Skráning óþörf

Áramótahugleiðsla

Á gamlársdag kl. 10:00-11:00 verður hin árlega áramótastund okkar í Lótushúsi.

Þar hugleiðum við saman, setjum okkur ný markmið og sleppum þeim veikleikum sem við viljum losa okkur við á táknrænan hátt.

Allir velkomnir sem hafa komið á Raja Yoga hugleiðslunámskeið. Skráning er óþörf.