Spirit of Humanity Forum og Lótushús bjóða upp á

kyrrðarstund á laugardögum

– hugleiðsla og innblástur fyrir helgina –

Þér er boðið í endurnærandi kyrrðarstundir, alla laugardagsmorgna kl. 9:30-9:45.

Athugið að kyrrðarstundirnar verða í hléi yfir sumartímann en hefjast aftur í september 2022.

Leidd hugleiðsla – 5mín.

Leiðbeinandi frá hugleiðsluskólanum Lótushúsi leiðir þátttakendur í stutta hugleiðslu. Í hugleiðslunni tengjum við inn á við og hlúum að innri friði og styrk.

Samvera í kyrrð – 5 mín.

Hugleiðslan leiðir þátttakendur inn í djúpa innri kyrrð og við njótum samverunnar í þögn í örfáar mínútur. Þetta er einstakt tækifæri til að skapa rými fyrir innra frelsi.

Hugleiðing frá hjartanu – 5 mín.

Í lokin fáum við góðan gest til að deila með nokkrum orðum frá hjartanu einhverju sem honum/henni finnst skipta máli í lífinu. Þessi orð geta orðið jákvæð hvatning og innblástur inn í helgina.

Er kyrrðarstundin eitthvað fyrir þig?

Það eru Spirit of Humanity Forum og hugleiðsluskólinn Lótushús sem standa fyrir stundunum og það kostar ekkert að taka þátt þannig að við hvetjum þig eindregið til að prófa. Þú þarft ekki að hafa neina reynslu af hugleiðslu, stundirnar eru ætlaðar byrjendum jafnt sem lengra komnum.

Kyrrðarstundin er einstök byrjun á helginni og hvetur okkur til að tengja inn á við og beina sjónum að því jákvæða og fallega í lífinu. Þær eru endurnærandi hvíld fyrir hugann og geta hjálpað okkur að finna innra jafnvægi.

Upplýsingar til að tengjast

Við notum fjarskiptaforritið Zoom. Ef þú hefur ekki notað Zoom áður er best fyrir þig að byrja á því að niðurhala forritinu. Það er ókeypis og þú getur nálgast það hér: https://zoom.us/support/download

Fyrir tölvur og spjaldtölvur, smellirðu síðan hér til að tengjast: https://zoom.us/j/3278159298 og setur inn lykilorðið (passcode) lotushus20

Ef þú notar síma opnarðu Zoom appið, velur join og setur inn Meeting ID 327 815 9298 og lykilorðið (passcode) lotushus20

Athugaðu að til að heyra hljóðið í útsendingunni þarftu að smella á valmöguleikann Call over internet sem birtist neðst.

Allir þátttakendur eru með slökkt á sínum hljóðnemum en þú ræður hvort þú hefur kveikt á myndavélinni.

Smelltu hér fyrir nánari leiðbeiningar varðandi notkun á Zoom: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/