Undir heillastjörnu
Hugleiðslur og heillakort með jákvæðum skilaboðum fyrir börn og unglinga
Undir heillastjörnu samanstendur af bók og 24 heillakortum með jákvæðum skilaboðum tengdum mismunandi styrkleikum, svo sem friði, umhyggjusemi, heiðarleika, öryggi, frelsi, sjálfsvirðingu og hugrekki. Fyrir hvert kort er hugleiðsla sem leiðir lesandann inn í upplifun á styrkleika viðkomandi korts.
Tilvalið er að draga heillakort daglega og gera hugleiðsluæfinguna sem á við eiginleikann sem dreginn er. Slík iðkun getur hjálpað einstaklingnum að laða fram sína bestu eiginleika svo þeir fái að njóta sín og skína.
Efnið hentar breiðum aldurshópi (frá 8 ára aldri og upp úr) og getur verið ómetanlegt veganesti út í lífið.
Efnið er fagurlega myndskreytt af myndlistarkonunni Írisi Auði Jónsdóttir en höfundur bókarinnar er Stefanía Ólafsdóttir.
Hægt verður að kaupa bókina og kortin í Lótushúsi frá miðjum nóvember auk þess sem það verður selt í öllum helstu bókabúðum og víðar.