Styrkur samvinnu

Hver kannast ekki við að fara af stað með góða hugmynd eða taka þátt í verkefni og sama hversu mikill áhuginn er og góðar hugmyndir koma fram, hægt og bítandi virðist hugmyndin renna út í sandinn eða verkefnið staðnar og situr fast og maður spyr sig: „Hvað kom fyrir?“, „hvað varð um hugmyndina?“ Hér er [...]

By | 2016-09-03T12:12:34+00:00 september 3rd, 2016|Styrkir sálarinnar|0 Comments

Styrkurinn til að ákveða

Nokkuð oft stend ég mig að því að hafa greint eitthvað í fari mínu sem ég myndi vilja breyta, t.d. í samskiptum við aðra, en í staðinn fyrir að fylgja því eftir held ég áfram að hjakka í sama farinu og ekkert breytist. Það er ekki nóg að ég greini og viti hvaða breytingar ég [...]

By | 2016-08-01T20:59:32+00:00 ágúst 1st, 2016|Styrkir sálarinnar|0 Comments

Styrkurinn til að greina

Oft stend ég mig að því að gera sömu mistökin aftur og aftur í samskiptum við aðra eða í óvæntum uppákomum. Ég finn mig detta ofan í pytt gamalla vana, sprottnum upp úr vörn, ótta, afsökunum eða neikvæðum hugsunum, þrátt fyrir að ég hafi oft lofað mér því að næst muni ég ekki fara þessa [...]

By | 2016-06-26T13:23:28+00:00 júní 26th, 2016|Styrkir sálarinnar|0 Comments

Styrkurinn til að horfast í augu við

Á einu augnabliki getur líf okkar og tilvera umbreyst við ýmiss konar áskoranir sem við upplifum sem alvarlegar og ógnandi. Greining alvarlegs sjúkdóms, fráfall ástvina, atvinnumissir, höfnun eða skilnaður, svo eitthvað sé nefnt. Tilfinningin getur verið svo lamandi að ekkert annað en óttablandnar hugsanir komast að í huganum, vanmáttur og vonleysi. Við slíkar aðstæður dugar [...]

By | 2017-05-29T12:03:04+00:00 maí 30th, 2016|Styrkir sálarinnar|0 Comments

Styrkurinn til að aðlagast

Það er nokkuð ljóst að þegar hugur okkar er fylltur neikvæðni og gagnrýni í garð annarra bitnar það alltaf mest á okkur sjálfum. Stundum verðum við þreytt á eigin hugsunum og viljum ekkert frekar en losna við neikvæðnina úr eigin huga. Hér kemur styrkurinn til að aðlagast að góðum notum. Þessi styrkur er nátengdur styrknum [...]

By | 2016-07-31T11:54:55+00:00 maí 1st, 2016|Styrkir sálarinnar|0 Comments

Styrkurinn til að umbera

Hefurðu einhvern tímann lent í aðstæðum þar sem þú hugsar, einu sinni enn, hvað er eiginlega í gangi?! Margir álíta að það sé sjálfsagt að svara alltaf fyrir sig, það sé svokölluð réttmæt reiði. Aðrir sem búa yfir ákveðinni sjálfstjórn benda á að betra sé að þegja, nota þolinmæðina og gera allt sem þeir geta [...]

By | 2016-04-15T11:24:21+00:00 apríl 15th, 2016|Styrkir sálarinnar|0 Comments

Styrkurinn til að sleppa

Oft er það svo að þegar ég sest niður til að hugleiða fer hugurinn eitthvert allt annað en að mér sálinni. Ég fer að hugsa um atburði dagsins, hvað einhver sagði eða gerði eða hvað ég á eftir að gera. Þessi óróleiki hugans birtist einnig í daglegum athöfnum. Einhver segir eitthvað við mig sem slær [...]

By | 2016-04-15T11:26:46+00:00 apríl 15th, 2016|Styrkir sálarinnar|0 Comments

Styrkurinn til að fara inn á við

Hefurðu einhvern tímann komið úrvinda úr verslunarleiðangri eða fundist orkan þín á þrotum eftir langan vinnudag? Hefur þér fundist erfitt að vera innan um fólk þar sem neikvæðni er allsráðandi eða á stað þar sem umhverfisáreitið er mikið? Það er á svona stundum sem dýrmætt er að muna eftir styrknum til að fara inn á [...]

By | 2016-04-15T11:17:42+00:00 janúar 30th, 2016|Styrkir sálarinnar|0 Comments