Námskeið/skráning
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu. Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.
Zoom leiðbeiningar
Hér eru leiðbeiningar til að tengjast við beinar útsendingar frá Lótushúsi: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Frjáls framlög
Starfsemi Lótushúss er rekin fyrir frjáls framlög og geta þátttakendur stutt starfið með því að setja sitt framlag í box í forstofunni eða leggja inn á eftirfarandi bankareikning:
Brahma Kumaris andleg fræðslumiðstöð
Kt: 460804-2720
Rnr: 0130-26-8882
Reglubundnir opnir hugleiðslutímar
Mánudagar kl. 19:30-20:15
Fimmtudagar kl. 12:10-12:40
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Við bjóðum upp á opna tíma með leiddum Raja Yoga hugleiðslum tvisvar í viku og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Í tímunum gefst tækifæri til að hugleiða með öðrum í friðsælu og styðjandi andrúmslofti Lótushúss og eru öll hjartanlega velkomin, byrjendur jafnt sem lengra komnir.
Kyrrðarstundir í beinni útsendingu á Zoom
Laugardagar kl. 9:30-9:45
Leiðbeiningar til að tengjast hér: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á laugardagsmorgnum kl. 9:30-9:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta. Öll eru hjartanlega velkomin.
Listin að lifa - Viðhorf og væntingar
Námskeiðið er hluti af námskeiðaröðinni ,,Listin að lifa"
Leiðbeinandi: María Rögnvaldsdóttir
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Upplýsingar og atburðarás sem ég tek inn í gegnum það sem ég heyri, hlusta á, sé, horfi á, les eða tala um hafa áhrif á hugsanir mínar og tilfinningar. Viðhorf mitt þróast undir áhrifum tilfinninga minna og er eins og andleg sía sem ég skynja og upplifi heiminn í gegnum og áhrifin eru oftast dýpri en við erum meðvituð um.
Jákvætt og heilbrigt viðhorf er líkt og segull sem dregur til mín velgengni, vellíðan og sátt sem hefur síðan áhrif á allt í lífi mínu.
Akranes - Raja yoga hugleiðsla - grunnnámskeið
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.
Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Hálfsdags námskeið laugardaginn 25. október kl. 10:00-13:00
Staðsetning: Stúkuhús, inn af Byggðasafninu í Görðum, Garðaholti 3, 300 Akranes.
Skráning
Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Námskeiðið er í fjögur skipti á mánudögum klukkan 18:00-19:00; 3., 10., 17. og 24. nóvember
Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Skráning
Meistari í eigin lífi
Námskeiðið verður þrjú skipti á fimmtudögum kl. 19:30-20:45; 6., 13., og 20. nóvember 2025
Leiðbeinandi: Stefanía Ólafsdóttir
Andleg vegferð er gefandi nám þar sem við lærum um okkur sjálf, lífið og tilveruna í þeim tilgangi að vaxa sem manneskjur. Í andlega náminu eru prófin ekki lögð fyrir okkur innan veggja skólastofunnar heldur birtast þau í áskorunum daglegs lífs, oft óvænt og óumbeðin. Ef hægt væri að öðlast meistaragráðu í skóla lífsins, fælist hún kannski í því að geta lifað lífinu út frá þeim innri styrk sem kemur með aukinni sjálfsþekkingu og djúpum kærleik til okkar sjálfra og annarra.
Á þessu námskeiði verður kafað á dýptina í umfjöllun um ýmsa eiginleika sálarinnar, bæði styrleikana en einnig það sem dregur okkur niður. Við munum m.a. skoða egóið, reiðina og tilfinningalegar bindingar og leiðir til að umbreyta þessum þáttum í lífi okkar. Við munum einnig markvisst hlúa að styrkleikum sálarinnar til að geta blómstrað sem manneskjur.
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Aðgangur ókeyps og allir velkomnir sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga.
Skráning
Listin að lifa: Máttur þakklætis
Námskeiðið er hluti af námskeiðaröðinni Listin að lifa og verður haldið laugardaginn 22. nóvember kl. 11:00-12:30.
Leiðbeinandi: Herdís Jónasdóttir
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Að iðka þakklæti með ásetningi hefur umbreytandi áhrif á líðan. Iðkunin gefur tækifæri til að sjá hlutina í öðru ljósi sem síðan veitir styrk til að takast á við ýmsar áskoranir í dagsins önn.
Á þessu námskeiði verður fjallað um hversu gefandi og heilandi regluleg iðkun þakklætis er og kennd verður auðveld leið til að virkja þennan innri mátt.
Skráning
Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Námskeiðið er í fjögur skipti á mánudögum og fimmtudögum, kl. 18:00-19:00; 1., 4., 8. og 11. desember.
Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.