Námskeið/skráning

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.
Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.

Zoom leiðbeiningar

Hér eru leiðbeiningar til að tengjast við beinar útsendingar frá Lótushúsi: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Athugið að á námskeiðum þar sem skráning er nauðsynleg fá þátttakendur senda aðra slóð en þá sem er í þessum leiðbeiningum.

Frjáls framlög

Starfsemi Lótushúss er rekin fyrir frjáls framlög og geta þátttakendur stutt starfið með því að setja sitt framlag í box í forstofunni eða leggja inn á eftirfarandi bankareikning:
Brahma Kumaris andleg fræðslumiðstöð
Kt: 460804-2720
Rnr: 0130-26-8882

Reglubundnir opnir hugleiðslutímar

Mánudagar kl. 19:30-20:15
Fimmtudagar kl. 12:10-12:40
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar

Við bjóðum upp á opna tíma með leiddum Raja Yoga hugleiðslum tvisvar í viku og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Í tímunum gefst tækifæri til að hugleiða með öðrum í friðsælu og styðjandi andrúmslofti Lótushúss og eru öll hjartanlega velkomin, byrjendur jafnt sem lengra komnir.

Kyrrðarstundir í beinni útsendingu á Zoom

Laugardagar kl. 9:30 – 9:45
Leiðbeiningar til að tengjast hér: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á laugardagsmorgnum kl. 10:00-10:15. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta. Öll eru hjartanlega velkomin.

Nethugleiðslur á ensku

Mánudagar kl. 17:00-17:30 og miðvikudagar kl. 19:00-19:15
Tímarnir fara fram í samstarfi við Brahma Kumaris í Noregi og eru hugleiðslurnar leiddar á ensku.

Zoom hlekkur til að tengjast:
https://us02web.zoom.us/j/2235441156?pwd=TmFyVTQzYVdUS1NHQ3REbThqTUhYdz09
Fundarauðkenni (Meeting ID): 223 544 1156
Lykilorð (Passcode): omshanti



Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 09:30-09:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom linkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti

Tengjum inn á við og við hvert annað í kyrrð, vörpum ljósi á það einstaka og fallega í lífinu og njótum saman!
 
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Mánudagshugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar


 

Hádegishugleiðsla

 

Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
 

Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 09:30-09:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom linkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti

Tengjum inn á við og við hvert annað í kyrrð, vörpum ljósi á það einstaka og fallega í lífinu og njótum saman!
 
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Mánudagshugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar


 

Hádegishugleiðsla

 

Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
 

Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 09:30-09:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom linkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti

Tengjum inn á við og við hvert annað í kyrrð, vörpum ljósi á það einstaka og fallega í lífinu og njótum saman!
 
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Ýmsar grímur reiðinnar og fimm góð ráð til umbreytingar

Námskeiðið er tvö skipti; þri. 13. ágúst og fim. 15. ágúst 2024 kl. 19:00-20:30. 
Leiðbeinandi: Steinunn Magnúsdóttir
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar

Fyrri tími: Gríma reiðinnar
Hvaða tilfinningar eru það sem fela sig á bak við reiðina? Er hægt að semja frið? Í þessum tíma verður fjallað um reiðina frá ýmsum hliðum til að geta áttað sig á ólíkum birtingarmyndum hennar og skilið þannig eigin tilfinningar betur.

Seinni tími: Fimm góð ráð til að umbreyta reiðinni
Aðeins með markvissri æfingu getum við breytt gömlum hugsanamynstrum og venjum. Með auknum skilningi og vitund eykst einnig viljastyrkurinn sem gagnast okkur við að taka ný skref í átt að jákvæðum umbreytingum. Í þessum tíma verður fjallað um fimm praktísk ráð til að umbreyta reiðinni.

Steinunn Magnúsdóttir er búsett í Bologna á Ítalíu og er ein af þeim sem heldur utan um starf Brahma Kumaris hugleiðslumiðstöðvanna þar í landi. Steinunn hefur iðkað og kennt Raja Yoga hugleiðslu í 18 ár og er mörgum vinum Lótushúss að góðu kunn en hún hefur haldið fjölmörg áhugaverð og vinsæl námskeið á Íslandi.

Námskeiðið er opið öllum og skráning fer fram hér:

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Námskeiðið er í fjögur skipti á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00-19:00; 19., 22., 26. og 29. ágúst.

Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Helgarnámskeið í Skálholtsbúðum með Mathias Steffen

Remaining light, no matter what!
Journeying through life with inner strength and joy

Athugið að lokað hefur verið fyrir skráningu á þetta námskeið en áhugasömum er bent á að senda póst á lotushus@lotushus.is og við munum láta vita ef pláss losnar.


Lótushús mun í fyrsta skipti standa fyrir helgarnámskeiði í Skálholtsbúðum helgina 30. ágúst – 1. sept. 2024. Aðalkennari námskeiðsins verður Mathias Steffen, en hann er hluti af teyminu sem heldur utan um starf Brahma Kumaris hugleiðslumiðstöðvanna í Sviss auk þess að vera eftirsóttur hugleiðslukennari víða um heim.

Á helgarnámskeiði sem þessu gefst þátttakendum einstakt tækifæri til að stíga alveg út úr daglegu amstri og verja helginni í endurnærandi og styrkjandi iðkun, styðjandi umhverfi og gefandi félagsskap. Námskeiðið samanstendur m.a. af fræðslu, leiddum hugleiðslum, samræðuhópum, ýmis konar verkefnum, gönguferðum og góðum grænmetismáltíðum.

Námskeiðið fer að mestu leyti fram á ensku en samræðuhópar verða þó á íslensku.

Tímasetningar: Námskeiðið hefst á föstudagseftirmiðdegi 30. ágúst og lýkur á hádegi sunnudaginn 1. sept. Skráðir þátttakendur munu fá sendar nánari upplýsingar um dagskrána þegar nær dregur.

Um námskeiðið frá Mathiasi: "Resilience is a great inner strength that you possess. It helps you deal effectively with the challenges that lie on your path, bringing stability to your life. During this retreat, you will develop personal strategies for dealing with your specific challenges in everyday life. With little theory and lots of practical implementation, we want to move our lives forward towards more stability and joy."

Um kennarann: Mathias Steffen kemur frá Sviss og hefur iðkað og kennt Raja Yoga hugleiðslu í tæp 20 ár. Hann hefur einnig í fjölmörg ár starfað sem skólastjóri í grunnskóla í Zurich og er auk þess lærður stress- og þrautseigjuþjálfari. Mathias nálgast viðfangsefnið á afar skýran og gagnlegan hátt og leggur mikið upp úr notagildi þess fyrir daglegt líf. Sem manneskja er hann einstaklega hlýr, umhyggjusamur, skipulagður og skemmtilegur og tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega.

Verð fyrir gistinguna: Námskeiðið og gistingin verða í Skálholtsbúðum í Skálholti og er pláss fyrir 20 þátttakendur. Verð fyrir gistingu í tveggja manna herbergi í tvær nætur er 20.000kr. Ofan á það bætast við frjáls framlög sem koma til móts við annan kostnað, s.s. fæði og ferðakostnað vegna komu gestakennarans.

Nauðsynlegt að hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga til að taka þátt. Þátttakendur þurfa að geta tekið þátt frá því að námskeiðið hefst um kl. 16:30 á föstudeginum og fram að sunnudagshádegi.

Setting healthy boundaries – how to say “No”

Leiðbeinandi: Mathias Steffen
Fyrirlesturinn fer fram mánudaginn 2. sept. kl. 19:30-20:45 
(athugið að hefðbundinn hugleiðslutími fellur niður þetta kvöld).
Staðsetning verður auglýst þegar nær dregur.
Athugið að fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Að setja sér heilbrigð mörk og geta sagt nei þegar það á við, getur verið áskorun fyrir marga. Okkur getur fundist við vera eigingjörn, bregðast væntingum annarra eða svíkjast undan skyldum okkar og göngum þess vegna of nærri okkur sjálfum, á kostnað andlegrar og líkamlegrar heilsu. Það að geta sett sér mörk ber hins vegar vott um sanna sjálfsvirðingu og djúpan skilning á því hver mín raunverulega ábyrgð er. Þegar ég lifi út frá sterkri sjálfsvirðingu mun umheimurinn smám saman byrja að endurspegla það og læra að virða þarfir mínar.

Að setja mörk getur tekið á sig ótal myndir. Það getur t.d. falið í sér að veita sjálfum okkur hvíld frá vinnu og verkefnum þegar við þörfnumst hennar eða gefa okkur tíma til ígrundunar í stað þess að svara væntingum annarra án umhugsunar. Við gætum viljað sleppa því að hitta vini við aðstæður sem þjóna okkur ekki lengur eða valið meðvitað hvaða fjölmiðlaefnis við neytum, svo fátt eitt sé nefnt.

Á þessum fyrirlestri mun Mathias Steffen fjalla um ýmsar hliðar þess að setja sér heilbrigð mörk, út frá sannri virðingu og kærleik til okkar sjálfra og annarra.

Um kennarann: Mathias Steffen kemur frá Sviss og hefur iðkað og kennt Raja Yoga hugleiðslu í tæp 20 ár. Hann hefur einnig í fjölmörg ár starfað sem skólastjóri í grunnskóla í Zurich og er auk þess lærður stress- og þrautseigjuþjálfari. Mathias nálgast viðfangsefnið á afar skýran og gagnlegan hátt og leggur mikið upp úr notagildi þess fyrir daglegt líf. Sem manneskja er hann einstaklega hlýr, umhyggjusamur, skipulagður og skemmtilegur og tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega.

Aðgangur er ókeypis, skráning óþörf og öll eru hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.