Námskeið/skráning
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.
Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.
Zoom leiðbeiningar
Hér eru leiðbeiningar til að tengjast við beinar útsendingar frá Lótushúsi:
http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Athugið að á námskeiðum þar sem skráning er nauðsynleg fá þátttakendur senda aðra slóð en þá sem er í þessum leiðbeiningum.
Kvöldhugleiðslur í beinni útsendingu á Zoom
Miðvikudagar kl. 19:30-20:00
Leiðbeiningar til að tengjast hér: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Þessar hugleiðslustundir verða vikulega á sama tíma og í hverjum mánuði munum við taka fyrir ákveðið þema sem við leggjum áherslu á. Þema maímánaðar er HUGREKKI.
Allt áhugafólk um hugleiðslu hjartanlega velkomið, jafnt byrjendur sem lengra komnir.
Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.
Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Að námskeiðinu loknu býðst þátttakendum að taka þátt í opnum hugleiðslutímum á mánudögum og fimmtudögum.
Námskeiðið er fjögur skipti á þriðjudögum kl. 18:00-19:00, 7.,14., 21. og 28. júní.
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Að námskeiðinu loknu býðst þátttakendum að mæta í opnu hugleiðslutímana á mánudögum og fimmtudögum.