Námskeið/skráning

Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.

Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.

Zoom leiðbeiningar

Hér eru leiðbeiningar til að tengjast við beinar útsendingar frá Lótushúsi:
http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Athugið að á námskeiðum þar sem skráning er nauðsynleg fá þátttakendur senda aðra slóð en þá sem er í þessum leiðbeiningum.

Frjáls framlög

Starfsemi Lótushúss er rekin fyrir frjáls framlög og geta þátttakendur stutt starfið með því að setja sitt framlag í box í forstofunni eða leggja inn á eftirfarandi bankareikning:
Brahma Kumaris andleg fræðslumiðstöð
Kt: 460804-2720
Rnr: 0130-26-8882

Reglubundnir opnir hugleiðslutímar

Í LÓTUSHÚSI Á GARÐATORGI:
Mánudagar kl. 19:30-20:15 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu.

Fimmtudagar kl. 12:10-12:40 – Allir velkomnir sem hafa lokið Raja Yoga grunnnámskeiðinu. 

Kvöldhugleiðslur í beinni útsendingu á Zoom

Athugið að miðvikudagshugleiðslurnar á Zoom verða ekki í boði í sumar en hefjast aftur haust 2022. Nánari dagsetning auglýst síðar.

Miðvikudagar kl. 19:30-20:00 – í hléi í sumar
Leiðbeiningar til að tengjast hér: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/

Þessar hugleiðslustundir verða vikulega á sama tíma og í hverjum mánuði munum við taka fyrir ákveðið þema sem við leggjum áherslu á.

Allt áhugafólk um hugleiðslu hjartanlega velkomið, jafnt byrjendur sem lengra komnir.Fjórar víddir hjartans - dagsnámskeið

Leiðbeinendur: Steinunn Magnúsdóttir og Stefanía Ólafsdóttir
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi

Lifirðu lífi þínu af heilum hug og hjarta?
Hversu opið er hjarta þitt fyrir nýjum upplifunum, hugmyndum og fólki?
Hversu skýr er sýn hjartans á gildi þín í lífinu og lífsmáta?
Hversu mikið er hugrekki þitt og þrautseigja, þ.e. hversu sterkt er hjartað?

Hjartað er sá hluti mannssálarinnar sem getur vísað okkur leiðina að því sem skiptir okkur mestu máli í lífinu, að því sem gerir okkur hamingjusöm og færir okkur gæfu. Mikilvægustu ákvarðanir lífsins spretta oft frá hjartanu í stað rökhugsunar en hversu mikið lifum við frá hjartanu dagsdaglega? Á þessu námskeiði verða fjórir þættir hjartans skoðaðir í gegnum umfjöllun, hugleiðslu og fjölbreyttar æfingar.

Boðið verður upp á létta grænmetismáltíð í hádeginu. Aðgangur er ókeypis (frjáls framlög) og allir hjartanlega velkomnir en skráning er nauðsynleg og fer fram hér: 

 

Skráning

Courage to Be Me

Erindi: Wendy Farrington
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar 
Athugið að erindið fer fram á ensku.

Það getur virst þversagnarkennt að við þurfum hugrekki til að vera við sjálf en það er samt upplifun margra og í erindinu mun Wendy Farrington fjalla um þetta áhugaverða þema út frá ýmsum hliðum. Nálgun Wendy er yfirleitt einstaklega frumleg og áhugaverð og var þetta þema valið m.a. vegna þess að Wendy sjálf hefur alltaf verið óhrædd við að fara sína einstöku leið í lífinu.

  Um Wendy Farrington

Wendy fæddist á Englandi árið 1941 og hefur rekið hugleiðslumiðstöð Brahma Kumaris í Róm á Ítalíu síðan 1984. Hún hefur einstaklega fjölbreytta reynslu að baki, var m.a. meðlimur í Ólympíuliði Englands í skíðum í 5 ár, starfaði í fjölda ára sem dansari og danshöfundur í Róm, Las Vegas, París og Kanada og þjálfaði auk þess höfrunga í París um nokkura ára skeið. Wendy kynntist Raja Yoga hugleiðslu Brahma Kumaris fyrst árið 1982 og hefur síðan þá haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um heim. Hún er þekkt fyrir að hugsa út fyrir kassann og nálgast þau viðfangsefni sem hún fjallar um yfirleitt á afar frumlegan og skemmtilegan hátt en býr auk þess yfir djúpum skilningi á lífinu og tilverunni. 

Allir hjartanlega velkomnir en skráning er nauðsynleg og fer fram hér:

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Að námskeiðinu loknu býðst þátttakendum að mæta í opnu hugleiðslutímana á mánudögum og fimmtudögum.

Námskeiðið er haldið á þriðjudögum í fjögur skipti kl 18:00-19:00; 6., 13., 20. og 27. september.

Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.

Raja Yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og eiginleikum. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs. 

Námskeiðið er fjögur skipti á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00-19:00; 19., 22., 26. og 29. september.

Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning