Námskeið/skráning
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og auk Raja Yoga hugleiðslunámskeiðisins eru í boði ýmis námskeið og fyrirlestrar sem fjalla um hugrækt og sjálfsstyrkingu.
Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin og er kostnaði mætt með frjálsum framlögum þátttakenda.
Zoom leiðbeiningar
Hér eru leiðbeiningar til að tengjast við beinar útsendingar frá Lótushúsi: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Athugið að á námskeiðum þar sem skráning er nauðsynleg fá þátttakendur senda aðra slóð en þá sem er í þessum leiðbeiningum.
Frjáls framlög
Starfsemi Lótushúss er rekin fyrir frjáls framlög og geta þátttakendur stutt starfið með því að setja sitt framlag í box í forstofunni eða leggja inn á eftirfarandi bankareikning:
Brahma Kumaris andleg fræðslumiðstöð
Kt: 460804-2720
Rnr: 0130-26-8882
Reglubundnir opnir hugleiðslutímar
Mánudagar kl. 19:30-20:15
Fimmtudagar kl. 12:10-12:40
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Við bjóðum upp á opna tíma með leiddum Raja Yoga hugleiðslum tvisvar í viku og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Í tímunum gefst tækifæri til að hugleiða með öðrum í friðsælu og styðjandi andrúmslofti Lótushúss og eru öll hjartanlega velkomin, byrjendur jafnt sem lengra komnir.
Kyrrðarstundir í beinni útsendingu á Zoom
Laugardagar kl. 9:30 – 9:45
Leiðbeiningar til að tengjast hér: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/
Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á laugardagsmorgnum kl. 9:30-9:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta. Öll eru hjartanlega velkomin.
Nethugleiðslur á ensku
Mánudagar kl. 17:00-17:30 og miðvikudagar kl. 19:00-19:15
Tímarnir fara fram í samstarfi við Brahma Kumaris í Noregi og eru hugleiðslurnar leiddar á ensku.
Zoom hlekkur til að tengjast:
https://us02web.zoom.us/j/2235441156?pwd=TmFyVTQzYVdUS1NHQ3REbThqTUhYdz09
Fundarauðkenni (Meeting ID): 223 544 1156
Lykilorð (Passcode): omshanti
Mánudagshugleiðsla
Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Námskeiðið er fjögur skipti á þriðjudögum kl. 18:00-19:00; 10., 17., 24. sept. og 1. okt.
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Skráning
Hádegishugleiðsla
Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina
Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 09:30-09:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom linkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti
Hádegishugleiðsla
Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Listin að lifa: Missir
Námskeiðið er hluti af námskeiðaröðinni Listin að lifa og verður haldið laugardaginn 21. september kl. 11:00 til 12:30.
Leiðbeinandi: Elín Jakobsdóttir
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Allflest okkar standa frammi fyrir því á lífsleiðinni að missa náinn ástvin eða einhvern okkur kærkominn.
Á þessum tímamótum er eins og við þurfum að læra að lifa upp á nýtt á einhvern hátt, allt er breytt og alveg nýjar forsendur og áskoranir taka við í daglegu lífi á sama tíma og tilfinningar okkar eru viðkvæmar og hugurinn bundinn við liðna atburði.
Við munum skoða saman á þessu námskeiði hvernig við náum að vera raunsæ og lifa í styrk, hvernig við vinnum með þann sársauka sem situr í hjartanu.
EGO - Your good friend or greatest enemy?
Erindi: Antonella Ferrari, gestakennari frá Brahma Kumaris hugleiðsluskólanum í Ítalíu
Athugið að fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Staðsetning: Lótushús á Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Hvað er EGÓ? Er það hluti af mínu sanna sjálfi eða er það gríma sem ég hef komið mér upp í gegnum tíðina til að fela mig á bak við og forðast óþægindi? Er það drifkraftur sem gagnast mér í daglegu lífi, eða dregur það mig frá sannri sjálfsvirðingu? Hvað býr á bak við egóið og hverjar eru birtingarmyndir þess?