OM útgáfan

OM ehf er útgáfufélag sem rekið er í tengslum við starfsemi Lótushúss. Félagið hefur gefið út nokkrar bækur, geisladiska, plaköt og kort með efni sem tengist námskeiðunum. Hægt er að kaupa vörurnar í Lótushúsi en einnig eru einhverjar þeirra seldar í almennum bókabúðum. Verslun Lótushúss er opin í tengslum við námskeið og hugleiðslutíma.

Vinsamlegast sendið fyrirspurn á netfangið lotushus@lotushus.is hringið í síma 662 3111 til að fá upplýsingar um opnunartíma.

Gæfukort – 36 gullkorn fyrir sálina

Innra með hverju og einu okkar leynist fjársjóður jákvæðra og fagurra eiginleika. Við erum meðvituð um suma en aðrir bíða þess að verða uppgötvaðir. Í hvert sinn sem við leiðum hugann að því jákvæðasta innra með okkur og öðrum, eykst það og verður smám saman ríkjandi í lífi okkar, okkur sjálfum og öðrum til mikillar gæfu.
Verð: 2.000 kr

Gæfukort

Austræn hugsun fyrir vestrænan hug

– handbók í listinni að hugleiða
Höfundur: Anthony Strano

Í þessari hvetjandi og innblásnu bók, brúar Anthony Strano bilið milli austurs og vesturs á skýran og skilmerkilegan hátt. Bókin er einstakur leiðarvísir á ferðalaginu til sjálfsþekkingar og gagnast hverjum þeim sem vill byggja sig upp innanfrá.

Verð: 2.000 kr

Þessi bók fæst einnig sem hljóðbók: https://hljodbok.is/adalsida

Austræn hugsun

Friðargjöf

Höfundur: Enrique Simó

FridargjofFriðargjöf hefur að geyma samansafn af hugleiðingum um frið sem geta hjálpað lesandanum að styrkja sinn innri frið í heimi sívaxandi ólgu. Friðargjöf er dýrmæt gjöf sem á brýnt erindi til allra í dag. Þessi litla fallega bók hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og haft djúpstæð áhrif á marga.

Verð: 1.000 kr

Þessi bók fæst einnig sem hljóðbók: https://hljodbok.is/adalsida

Friðargjöf

Eitt augnablik

Höfundur: Garfield King

Eitt augnablik hjálpar lesandanum að staldra við í erli dagsins og leiða hugann að því sem raunverulega skiptir máli í lífinu. Með einni hugsun geturðu flogið frjáls og fundið nýjar lausnir á ferðalagi lífsins til sjálfsþekkingar – það tekur aðeins eitt augnablik…

Verð: 1.000 kr

Friðargjöf

Undir heillastjörnu

Hugleiðslur og heillakort með jákvæðum skilaboðum fyrir börn og ungmenni

Undir heillastjörnu er hugleiðsluefni fyrir börn og ungmenni, en það hefur löngu sýnt sig að hugleiðsla gagnast ungu fólki ekki síður en fullorðnum og getur verið ómetanlegt veganesti út í lífið. Efnið samanstendur af bók með hugleiðslum og leiðbeiningum og 24 kortum með jákvæðum skilaboðum sem börnin geta dregið. Fyrir hvert kort er samsvarandi hugleiðsla í bókinni. Hugleiðslurnar leiða lesandann inn í upplifun á mismunandi styrkleikum, svo sem friði, umhyggjusemi, heiðarleika, öryggi, frelsi, sjálfsvirðingu og hugrekki.

Verð: 2.900 kr