Hvað er Lótushús?
Lótushús er hugleiðslu- og sjálfsræktarskóli sem býður upp á fjölda námskeiða og viðburða allan ársins hring. Skólinn hefur aðsetur á Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar en heldur einnig námskeið víða um land sé þess óskað.
Markmið Lótushúss er að stuðla að jákvæðum breytingum í heiminum í gegnum innri umbreytingu einstaklinga. Á námskeiðunum læra þátttakendur einfaldar en áhrifaríkar aðferðir til að skapa innra jafnvægi, frið og styrk og verða þannig hæfari til að mæta áskorunum daglegs lífs. Með aukinni sjálfsþekkingu eykst einnig kærleikur, hamingja og innri sátt sem hefur djúpstæð áhrif á allt okkar líf.
Öll námskeið eru þátttakendum að kostnaðarlausu en
starfið er rekið fyrir frjáls framlög nemenda og leiðbeinenda skólans.
Vegna Covid 19
Tímar í Lótushúsi á Garðatorgi hefjast aftur frá og með 3. maí 2021 en við munum einnig halda áfram að bjóða upp á hugleiðslustundir á Zoom.
Samfélagsverðlaun
Lótushúsi hlotnaðist sá heiður að fá Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins vorið 2017. Verðlaunin voru dýrmæt viðurkenning á starfinu og góð hvatning til að halda áfram að efla starfsemina enn frekar.
Umsagnir þátttakenda
„Ég er langskólagengin og get fullyrt að enginn annar skóli hefur gagnast mér jafnvel í lífinu og skóli Lótushúss. Minn mesti lærdómur hefur verið að öðlast dýrmætan frið og ró sem gagnast mér einna best í samskiptum mínum við annað fólk, hvort heldur í nærumhverfinu eða sem á vegi mínum verður, því samskipti við annað fólk er jú það sem fólk metur hve mest þegar það horfir yfir lífsleiðina. Svo hefur ástundunin þær jákvæðu aukaverkanir að maður slakar betur á í líkamanum, streitan hopar og maður fer að sofa betur.“
