Hvað er Lótushús?
Lótushús er hugleiðslu- og sjálfsræktarskóli sem býður upp á fjölda námskeiða og viðburða allan ársins hring. Skólinn hefur aðsetur á Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar en heldur einnig námskeið víða um land sé þess óskað.
Markmið Lótushúss er að stuðla að jákvæðum breytingum í heiminum í gegnum innri umbreytingu einstaklinga. Á námskeiðunum læra þátttakendur einfaldar en áhrifaríkar aðferðir til að skapa innra jafnvægi, frið og styrk og verða þannig hæfari til að mæta áskorunum daglegs lífs. Með aukinni sjálfsþekkingu eykst einnig kærleikur, hamingja og innri sátt sem hefur djúpstæð áhrif á allt okkar líf.
Öll námskeið eru þátttakendum að kostnaðarlausu en
starfið er rekið fyrir frjáls framlög nemenda og leiðbeinenda skólans.