1. tími: Styrkurinn til að endurhlaða eigið sjálf

2. tími: Styrkur umburðarlyndis

Smellið hér fyrir upptöku úr tíma 2. 

Tæknin var aðeins að stríða okkur í tímanum þannig að tónlistin var ekki að virka sem skyldi en við erum enn að læra á þessa fjartækni og biðjum ykkur að sýna því umburðarlyndi 🙂

3. tími: Styrkur dómgreindar

4. tími: Styrkur hreinna tilfinninga

Leiðtogi í eigin lífi

Smellið hér fyrir heimaverkefnið eftir tíma 1

Um námskeiðið

Námskeiðið „Leiðtogi í eigin lífi“ verður haldið í beinni útsendingu þriðjudagana 24. og 31. mars og 7. og 14. apríl kl. 19:30-20:30. Auk þess munum við birta upptökur úr tímunum hér á vef Lótushúss eftirá til að sem flestir geti tekið þátt.

Leiðbeinendur: Þórir Barðdal og Stefanía Ólafsdóttir

Andlegur styrkur er eitt af því mikilvægasta sem við getum tileinkað okkur í lífinu og birtist hann í ótal myndum. Andlega sterkur einstaklingur býr yfir staðfestu en jafnframt mýkt, hefur getu til að vera gefandi í öllum aðstæðum, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum, býr yfir umburðarlyndi og þrautseigju, hefur skýra dómgreind og er í góðum tengslum við innsæi sitt.  Andlega sterkur einstaklingur er leiðtogi í eigin lífi og í stað þess að taka inn neikvæð umhverfisáhrif hefur hann jákvæð áhrif á eigið líf og samfélagið í kringum sig.

Á námskeiðinu verða teknir fyrir fjórir mismunandi styrkir mannssálarinnar í gegnum umfjöllun, hugleiðslu og ýmsar gagnlegar æfingar:

Styrkurinn til að endurhlaða eigið sjálf
Styrkur umburðarlyndis
Styrkur dómgreindar
Styrkur hreinna tilfinninga

Þátttakendur fá einnig æfingar til að iðka í daglegu lífi á milli tímanna og miða þær að því að byggja upp andlegan styrk til að geta tekist á við fjölbreyttar áskoranir lífsins.

Engin skráning er á námskeiðið og er öllum frjálst að taka þátt.

Hér eru leiðbeiningar til að tengjast inn á útsendinguna: http://lotushus.is/zoom-leidbeiningar/