Lotusapp

Lótusapp er gjöf hugleiðsluskólans Lótushúss til íslensks samfélags og er appið notendum að kostnaðarlausu. Hugleiðslurnar eru mislangar og taka á helstu viðfangsefnum sem nútímamanneskjan glímir við í daglegu lífi, m.a. álagi í vinnu og einkalífi, einbeitingarskorti, kvíða og heilsubresti. Hugleiðslurnar eru einfaldar að uppbyggingu en geta verið afar kröftugt tæki til að róa hugann, draga úr streitu og auka gleðina í daglegu lífi.

Kveikjan að appinu er sú sýn að jákvæð innri umbreyting einstaklinga geti haft stórfelld jákvæð áhrif á umhverfið og að innri sjálfsvinna sé í raun algjör lykill að umbreytingu samfélagsins. Hugleiðslurnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum. Þær eru sprottnar úr hugmyndafræði Raja Yoga sem hefur það að markmiði að auka sjálfsþekkingu og draga þannig fram það besta í einstaklingnum.

Hér er hægt að nálgast Lotusapp:

Google Play Storehttps://play.google.com/store/apps/details?id=com.goodbarber.lotusapp&hl=en
App Store: https://apps.apple.com/app/id1525870965
Vefútgáfa: Einnig má nálgast hugleiðslurnar hér (án þess að niðurhala appinu): https://www.lotusapp.is/