Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 10:00-10:15. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.

Zoom hlekkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti

Tengjum inn á við og við hvert annað í kyrrð, vörpum ljósi á það einstaka og fallega í lífinu og njótum saman!
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Aðventuhugleiðslur

Boðið verður  upp á leiddar hugleiðslur aðventusunnudagana fjóra í Lótushúsi á Garðatorgi. Hugleiðslurnar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja gefa sér stund til að staldra við í því amstri sem stundum fylgir jólamánuðinum. Saman munum við  skapa friðsælt andrúmsloft og hlúa að innri friði og kærleika. Eftir hugleiðsluna verður boðið upp á te og smákökur og hægt verður að hengja miða með góðum óskum á jólatré góðra óska.

Hugleiðslurnar verða sunnudagana 30. nóv., og 7., 14. og 21. desember  kl. 11:00-11:30.

Allir velkomnir og skráning óþörf.

Mánudagshugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar


 

Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 10:00-10:15. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.

Zoom hlekkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti

Tengjum inn á við og við hvert annað í kyrrð, vörpum ljósi á það einstaka og fallega í lífinu og njótum saman!
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Mánudagshugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar


 

Áramótahugleiðsla

Verið velkomin í hina árlegu áramótastund Lótushúss miðvikudaginn 31. desember kl. 10:00-11:00 í Lótushúsi á Garðatorgi.

Fyrir mörgum er áramótastundin orðin ómissandi liður í því að kveðja gamla árið og bjóða það nýja velkomið. Við gefum tóninn fyrir 2026 með því að hugleiða saman, sleppa þeim þyngslum sem við viljum losa okkur við á táknrænan hátt og setja okkur ný markmið. Í lokin kveikjum við lítið bál fyrir utan þar sem við leyfum því liðna að brenna og bjóðum nýja árið velkomið með léttleika í hug og hjarta.

Öll eru hjartanlega velkomin og ekki þarf að skrá sig fyrirfram.

 

Hádegishugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.

Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

 


 

Redefining Success and Satisfaction in a World of More

Erlendur gestafyrirlesari: Aruna Ladva
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar

Athugið að fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Um fyrirlesturinn:
What if everything you were taught about “success” is quietly making you unhappy?

In a world where more is always within reach — more money, more status, more validation — why do so many of us still feel empty, restless, and unsatisfied? We climb, we chase, we achieve… and yet the finish line keeps moving.

In this powerful and thought-provoking talk, our speaker invites you to question the invisible rules that shape your ambition, your happiness, and your sense of worth. Together, we’ll explore why comfort doesn’t guarantee contentment, why desire often disguises itself as need, and how true success has very little to do with what you accumulate.

Um gestafyrirlesarann
Aruna Ladva hefur stundað Raja Yoga hugleiðslu í yfir 40 ár. Hún er fædd í Kenýa en hefur búið víða um heim og m.a. grundvallað og rekið hugleiðslumiðstöðvar í Vancouver, Istanbul, Bahrain og Kuwait. Aruna hefur skrifað fjölmargar vinsælar bækur um andleg málefni og haldið námskeið og fyrirlestra víðs vegar um heiminn, en hún er með eftirsóttari kennurum Brahma Kumaris hugleiðsluskólans. Undanfarin ár hefur Aruna búið á Global Retreat Centre í Oxford þar sem hún tekur þátt í að móta og stýra starfinu. Aruna er þekkt fyrir að nálgast viðfangsefnin á einstaklega skýran, skemmtilegan og praktískan hátt auk þess sem léttleikinn er aldrei langt undan.

Öll eru hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og skráning óþörf.

 

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Námskeiðið er í fjögur skipti á þriðjudögum klukkan 18:00-19:00; 13., 20. og 27. janúar og 3. febrúar 2026.

Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Heilun innri sársauka

Leiðbeinandi: Elín Jakobsdóttir
Staðsetning:  Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Námskeiðið er í tvö skipti, fimmtudagana  29. janúar og 5. febrúar kl. 19:00 til 20:30

Flest okkar upplifa áföll eða erfiða reynslu einhvern tíma á lífsleiðinni, jafnvel í bernsku.  Við geymum innra með okkur minningar og tilfinningar frá þessum atvikum sem geta haft áhrif á líðan okkar í dag.

Stundum geta áhrifin orðið svo mikil að það raskar okkar andlegu líðan verulega í daglegu lífi, við gerum okkur ekki alltaf  grein fyrir hvað veldur vanlíðan okkar í dag. Í gegnum hugleiðslu munum við skoða þennan innri veruleika/minningar með það fyrir augum að leysa upp, heila og fyrirgefa.

Skráning