Akranes - opinn hugleiðslutími

Alla þriðjudaga í október og nóvember.

Í tímanum gefst tækifæri til að hugleiða með öðrum og skapa friðsælt og styðjandi umhverfi. 

Öll eru hjartanlega velkomin, byrjendur jafnt sem lengra komnir.
Skráning er óþörf.

Staðsetning: Stúkuhús, inn af Byggðasafninu í Görðum, Garðaholti 3, 300 Akranesi.

Hádegishugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.

Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

 


 

Meistari í eigin lífi

Námskeiðið verður þrjú skipti á fimmtudögum kl. 19:30-20:45; 6., 13., og 20. nóvember 2025
Leiðbeinandi: Stefanía Ólafsdóttir

Andleg vegferð er gefandi nám þar sem við lærum um okkur sjálf, lífið og tilveruna í þeim tilgangi að vaxa sem manneskjur. Í andlega náminu eru prófin ekki lögð fyrir okkur innan veggja skólastofunnar heldur birtast þau í áskorunum daglegs lífs, oft óvænt og óumbeðin. Ef hægt væri að öðlast meistaragráðu í skóla lífsins, fælist hún kannski í því að geta lifað lífinu út frá þeim innri styrk sem kemur með aukinni sjálfsþekkingu og djúpum kærleik til okkar sjálfra og annarra.

Á þessu námskeiði verður kafað á dýptina í umfjöllun um ýmsa eiginleika sálarinnar, bæði styrleikana en einnig það sem dregur okkur niður. Við munum m.a. skoða egóið, reiðina og tilfinningalegar bindingar og leiðir til að umbreyta þessum þáttum í lífi okkar. Við munum einnig markvisst hlúa að styrkleikum sálarinnar til að geta blómstrað sem manneskjur.

Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Aðgangur ókeyps og allir velkomnir sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga.

Skráning

Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 10:00-10:15. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.

Zoom hlekkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti

Tengjum inn á við og við hvert annað í kyrrð, vörpum ljósi á það einstaka og fallega í lífinu og njótum saman!
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Listin að lifa: Máttur þakklætis

Námskeiðið er hluti af námskeiðaröðinni Listin að lifa og verður haldið laugardaginn 22. nóvember kl. 11:00-12:30.
Leiðbeinandi: Herdís Jónasdóttir

Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar

Að iðka þakklæti með ásetningi hefur umbreytandi áhrif á líðan. Iðkunin gefur tækifæri til að sjá hlutina í öðru ljósi sem síðan veitir styrk til að takast á við ýmsar áskoranir í dagsins önn.

Á þessu námskeiði verður fjallað um hversu gefandi og heilandi regluleg iðkun þakklætis er og kennd verður auðveld leið til að virkja þennan innri mátt.

Námskeiðið er öllum opið og skráning fer fram hér:

Skráning

Aðventuhugleiðslur

Boðið verður  upp á leiddar hugleiðslur aðventusunnudagana fjóra í Lótushúsi á Garðatorgi. Hugleiðslurnar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja gefa sér stund til að staldra við í því amstri sem stundum fylgir jólamánuðinum. Saman munum við  skapa friðsælt andrúmsloft og hlúa að innri friði og kærleika. Eftir hugleiðsluna verður boðið upp á te og smákökur og hægt verður að hengja miða með góðum óskum á jólatré góðra óska.

Hugleiðslurnar verða sunnudagana 30. nóv., og 7., 14. og 21. desember  kl. 11:00-11:30.

Allir velkomnir og skráning óþörf.

Aðventuhugleiðslur

Boðið verður  upp á leiddar hugleiðslur aðventusunnudagana fjóra í Lótushúsi á Garðatorgi. Hugleiðslurnar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja gefa sér stund til að staldra við í því amstri sem stundum fylgir jólamánuðinum. Saman munum við  skapa friðsælt andrúmsloft og hlúa að innri friði og kærleika. Eftir hugleiðsluna verður boðið upp á te og smákökur og hægt verður að hengja miða með góðum óskum á jólatré góðra óska.

Hugleiðslurnar verða sunnudagana 30. nóv., og 7., 14. og 21. desember  kl. 11:00-11:30.

Allir velkomnir og skráning óþörf.

Aðventuhugleiðslur

Boðið verður  upp á leiddar hugleiðslur aðventusunnudagana fjóra í Lótushúsi á Garðatorgi. Hugleiðslurnar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja gefa sér stund til að staldra við í því amstri sem stundum fylgir jólamánuðinum. Saman munum við  skapa friðsælt andrúmsloft og hlúa að innri friði og kærleika. Eftir hugleiðsluna verður boðið upp á te og smákökur og hægt verður að hengja miða með góðum óskum á jólatré góðra óska.

Hugleiðslurnar verða sunnudagana 30. nóv., og 7., 14. og 21. desember  kl. 11:00-11:30.

Allir velkomnir og skráning óþörf.

Aðventuhugleiðslur

Boðið verður  upp á leiddar hugleiðslur aðventusunnudagana fjóra í Lótushúsi á Garðatorgi. Hugleiðslurnar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja gefa sér stund til að staldra við í því amstri sem stundum fylgir jólamánuðinum. Saman munum við  skapa friðsælt andrúmsloft og hlúa að innri friði og kærleika. Eftir hugleiðsluna verður boðið upp á te og smákökur og hægt verður að hengja miða með góðum óskum á jólatré góðra óska.

Hugleiðslurnar verða sunnudagana 30. nóv., og 7., 14. og 21. desember  kl. 11:00-11:30.

Allir velkomnir og skráning óþörf.