Mánudagshugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar


 

Meistari í eigin lífi

Námskeiðið verður þrjú skipti á þriðjudögum kl. 19:30-20:45; 23., 30. apríl og 7. maí 2024.
Leiðbeinandi: Stefanía Ólafsdóttir

Andleg vegferð er gefandi nám þar sem við lærum um okkur sjálf, lífið og tilveruna í þeim tilgangi að vaxa sem manneskjur. Í andlega náminu eru prófin ekki lögð fyrir okkur innan veggja skólastofunnar heldur birtast þau í áskorunum daglegs lífs, oft óvænt og óumbeðin. Ef hægt væri að öðlast meistaragráðu í skóla lífsins, fælist hún kannski í því að geta lifað lífinu út frá þeim innri styrk sem kemur með aukinni sjálfsþekkingu og djúpum kærleik til okkar sjálfra og annarra.

Á þessu námskeiði verður kafað á dýptina í umfjöllun um ýmsa eiginleika sálarinnar, bæði styrleikana en einnig það sem dregur okkur niður. Við munum m.a. skoða egóið, reiðina og tilfinningalegar bindingar og leiðir til að umbreyta þessum þáttum í lífi okkar. Við munum einnig markvisst hlúa að styrkleikum sálarinnar til að geta blómstrað sem manneskjur.

Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Aðgangur ókeyps og allir velkomnir sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga.

Skráning

Hádegishugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
 

Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 10:00-10:15. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom linkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: lotushus20

Tengjum inn á við og við hvert annað í kyrrð, vörpum ljósi á það einstaka og fallega í lífinu og njótum saman!
 
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Mánudagshugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar


 

Hádegishugleiðsla

Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Staðsetning:  Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
 

Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina

Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 10:00-10:15. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom linkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: lotushus20

Tengjum inn á við og við hvert annað í kyrrð, vörpum ljósi á það einstaka og fallega í lífinu og njótum saman!
 
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.

Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Námskeiðið er í fjögur skipti á þriðjudögum kl. 18:00-19:00; dagana 7., 14., 21. og 28. maí 2024.

Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning

Svörin búa í þögninni

Leiðbeinendur: María Rögnvaldsdóttir og Stefanía Ólafsdóttir

Mikilvægustu uppgötvanir fólks eiga sér oft stað í þögn og einveru. Þegar við spyrjum okkur spurninga sem varða okkur sjálf og stefnu okkar í lífinu er dýrmætt að staldra við og hlusta inn á við því þar búa sönnustu svörin.

Á þessum sunnudags eftirmiðdegi gefst þátttakendum rými til að njóta þess að dvelja með sjálfum sér í sjálfskoðun. Leitt verður inn í spurningar sem þátttakendur geta kafað dýpra í og munum við nýta báða sali Lótushúss og ýmis hugleiðsluhorn fyrir vinnuna. 

Þagnarstundin er hugsuð fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga hugleiðslu.

Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.

Skráning