Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina
Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 09:30-09:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom hlekkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti
Mánudagshugleiðsla
Opinn hugleiðslutími alla mánudaga kl. 19:30-20:15.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Að efla innsæið
Námskeiðið er hluti af námskeiðaröðinni Listin að lifa
Leiðbeinandi: Stefanía Ólafsdóttir
Staðsetning: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Að kunna að hlusta á eigin innri rödd viskunnar, sem oft er kölluð innsæi, er grundvallaratriði ef við viljum vera trú sjálfum okkur í stað þess að reyna að þóknast, passa inn eða uppfylla væntingar annarra.
En hvað er þetta sem kallað er innsæi og hvernig getum við lært að skilja það betur og treysta því til að leiðbeina okkur í lífinu?
Á námskeiðinu munum við skoða þetta áhugaverða viðfangsefni í gegnum fræðslu, leiddar hugleiðslur og skriflegar æfingar.
Öll eru hjartanlega velkomin
Skráning
Hádegishugleiðsla
Opinn hugleiðslutími alla fimmtudaga kl. 12:10-12:40.
Skráning er óþörf og öll eru hjartanlega velkomin.
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.
Kyrrðarstund á netinu - leidd hugleiðsla og innblástur fyrir helgina
Lótushús og Spirit of Humanity Forum standa fyrir endurnærandi stundum í beinni útsendingu á Zoom á laugardagsmorgnum kl. 09:30-09:45. Þar hugleiðum við saman, njótum gefandi samveru í kyrrð og fáum stundum góða gesti til að deila frá hjartanu. Kyrrðartundirnar geta veitt kærkomið tækifæri til að stíga eitt augnablik úr erli og hraða hversdagsins og gefa kyrrðinni aukið rými í hug og hjarta.
Zoom hlekkur: https://zoom.us/j/3278159298
Fundareinkenni (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti
Raja Yoga á dýptina
Leiðbeinandi: Stefanía Ólafsdóttir
Staðsetning: Lótushús Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar
Hugmyndafræði Raja Yoga nær langt út fyrir einfalda iðkun hugleiðslu. Hún er djúpstæð rannsókn á lífinu, þar sem við könnum ítarlega þau óséðu lögmál sem stjórna bæði heiminum í kringum okkur og innra lífi okkar sjálfra.
Í þessum tíma munum við kafa ofan í suma af heillandi þáttum Raja Yoga lífspekinnar og þátttakendur eru hvattir til að senda inn spurningar fyrirfram sem við munum skoða saman á dýptina. Auk fræðslu og samræðna verða leiddar hugleiðslur.
Tíminn er ætlaður þeim sem hafa lokið grunnnámskeiðinu í Raja Yoga og finna þörf hjá sér til að dýpka skilning sinn til að geta tekið ný skref.
Skráning
Raja Yoga-hugleiðsla Grunnnámskeið
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Námskeiðið er í fjögur skipti á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00-19:00; 18.8., 21.8., 25.8. og 28.8.
Staðsetning námskeiðs: Lótushús, Garðatorgi, miðbæ Garðabæjar.