Beinar útsendingar frá Lótushúsi
Lótushús notar samskiptaforritið Zoom fyrir útsendingar á hugleiðslutímum á netinu. Forritið er einfalt í notkun og ætti því að geta hentað flestum. Beinar útsendingar eru auglýstar í dagskrá Lótushúss: http://lotushus.is/dagskra-skraning/
Til að tengjast útsendingu smellirðu á: https://zoom.us/j/3278159298 eða setur inn fundareinkennið (Meeting ID): 327 815 9298
Lykilorð: omshanti
Við opnum fyrir útsendingu ca 10 mín. áður en tíminn hefst.
Athugaðu að hljóðið nýtur sín best ef þú tengir hátalara við tölvuna/símann eða hlustar með heyrnartólum.
Leiðbeiningar
Einfalt er að tengjast útsendingunni í gegnum tölvu en hér fyrir neðan eru nánari leiðbeiningar fyrir þá sem kjósa að nota símana sína. Þá er smellt á sömu slóðina (https://zoom.us/j/3278159298) og leiðbeiningunum síðan fylgt.
Leiðbeiningar fyrir Android síma (smelltu á myndina til að stækka hana): Zoom-fyrir-Android-sima
Leiðbeiningar fyrir Apple síma (smelltu á myndina til að stækka hana): Zoom-fyrir-Apple-sima
Hikaðu ekki við að senda okkur póst á lotushus@lotushus.is eða hringja í s. 662 3111 ef þú þarft aðstoð varðandi þetta.