Úr bókinni Austræn hugsun fyrir vestrænan hug eftir Anthony Strano

Að vera sönn mann­eskja felur í sér að búa yfir sönnum andlegum styrk, svo sem kærleika, friði og hamingju og birta þessa eiginleika í daglegu lífi. Ekki aðeins í orðum eða tilfinningum heldur einnig í hegðun.

Tökum eiginleikann kærleika sem dæmi. Hann er ekki aðeins ástríðufull tilfinning í anda Hollywood heldur eitthvað miklu dýpra. Sannur kærleikur felur í sér að við erum tilbúin að segja að við höfum lært af fortíðinni, þ.e. við gleymum öllum ágreiningi og fyrirgefum. Við finnum samkennd í stað þess að ala á fjandskap og biturleika. Því meiri samkennd sem við upplifum, því meira elskum við okkur sjálf. Fyrirgefning er einstakt meðal því hún leysir okkur undan biturleika. Hún er einnig heilandi fyrir manneskjuna sem við fyrirgefum. Hatur er aldrei réttlætanlegt. Það linar hvorki sársauka né aðrar erfiðar tilfinningar. Best er að læra, gleyma og halda áfram veginn.

Kærleikur er aðeins ein af mörgum andlegum uppsprettum innra með okkur. Þegar við erum tengd þessum innri auðlindum verðum við betri manneskjur. Það getur tekið tíma að tengjast sjálfinu á þennan hátt en ef markmið okkar er skýrt munum við ná árangri. Hugleiðsluiðkun færir okkur nær takmarki okkar vegna þess að í hugleiðslunni tengjumst við hinni æðstu uppsprettu sem fyllir okkur styrk.